144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[21:10]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er hægt að taka til viðbótar því sem hv. þingmaður nefndi í sambandi við hversu dapurleg þessi heildarmynd er að á sama tíma og þetta gengur yfir nánast án nokkurrar andstöðu eða umræðu af stjórnarliðum þá flytja þeir sjálfir tillögu um aukin virkniúrræði. Það er sérstakt og sjálfstætt mál í þinginu frá stjórnarþingmönnum um að auka virkni atvinnuleitenda. Mér finnst það jaðra við grín þegar stjórnarmeirihlutinn er að slá sér upp á einstökum málum en samþykkir svo tillögur sem ganga þvert á þær hugmyndir sem eru á bak við þau mál.

Ég ætlaði að spyrja hv. þingmann um tryggingagjaldið. Við þekkjum báðir til þess að þegar það var hækkað verulega þá treysti atvinnulífið á að það mundi síðan lækka með minna atvinnuleysi og minni kostnaði. Menn studdu það vegna þess að það væri mikilvægt að þarna væri gjald sem lagt væri á vinnuafl, þ.e. á fjölda þeirra sem starfa hjá fyrirtækjum. (Forseti hringir.) Hvað finnst hv. þingmanni um frammistöðuna (Forseti hringir.) sem varðar þessa tryggingagjaldslækkun, sem virðist nú varla hafa átt sér stað?