144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[22:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að umræðan um það hvort við eigum að halda utan um verkefnin í sjálfstæðri stofnun eða hvort annað fyrirkomulag, sem ég vonast til þess að geta kynnt fyrir þinginu innan skamms, sé heppilegra, betra, skilvirkara sé umræða sem við tökum undir því þingmáli ef það lítur dagsins ljós hér, eins og ég vonast til áður en langt um líður.

Varðandi hitt atriðið er þetta í mínum huga fyrst og fremst praktískt mál, á meðan lög eru í gildi um stofnunina og þar eru starfsmenn þurfum við að svara þeirri praktísku spurningu hvernig menn sem ekki hafa fjárheimildir á fjárlögum eigi að bregðast við og haga sér. Við þurfum að svara því, það er alveg réttmæt ábending. Ég hafði sem sagt vonast til þess að við mundum svara því með nýju máli. Nú er tíminn úti til þess að svara því með nýju þingmáli og þetta er það sem fjárlaganefndin var að ræða um á fundi sínum í dag og við svörum því þá með því að taka það út hvað þarf til þess að halda stofnuninni í einhvern lágmarkstíma og björgum því hér undir 3. umr.