144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:15]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um að afnema undanþágu á virðisaukaskatti á útleigu veiðiréttar. Þetta er ágætismál til að greiða tekjum ríkisins götu án þess að ganga á hagsmuni þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu og mæli ég að sjálfsögðu með því að fólk ýti á græna takkann í þetta sinn.