144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þá er komið að lokasprettinum. Hér sýnist mér hv. Alþingi vera að samþykkja niðurfellingu vörugjalda og það er í mínum huga virkilega ánægjulegt, það minnkar hvata til undanskota, gerir kerfið miklu einfaldara og er að öllu leyti gott. Þá er líka verið að minnka bilið á milli þrepanna og þannig minnkar hvatinn til að svíkja undan skatti. Auk þess er verið að gera ýmsar breytingar sem gera kerfið skilvirkara.

Ég segi já með mikilli gleði.