144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:26]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Í þessari umræðu hafa menn staldrað við einstök atriði í frumvarpinu en minna hefur farið fyrir umræðum um heildaráhrifin sem hér er um að ræða. Heildaráhrif þeirra laga sem hér eru að verða að veruleika verða stórfelld skattalækkun sem skilar sér til alls almennings í landinu. Það hefur verið staldrað við ákveðnar breytingar sem fela í sér hækkun og helst vildi ég vera laus við það en þegar ég tek afstöðu til þessa frumvarps tek ég afstöðu með skattalækkun sem mun skila meira en 5 milljörðum, kannski upp í 6, til heimilanna í landinu. (Gripið fram í: Hvað kostar þetta …?) [Kliður í þingsal.]