144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[11:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það frumvarp sem við afgreiðum hér er langt í frá eins ánægjulegt og það sem við afgreiddum áðan en tekur samt á mjög mörgum þáttum. Nefndin kemur með fjórar breytingar. Ein er um að laga stöðuna gagnvart örorkubyrði lífeyrissjóða. Þá er framlengt skattfrelsi nýrra rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða, en jafnframt lagt til að skattumhverfi þessara bifreiða verði skoðað á næstunni. Þá er lagt til að bílaleigubílar verði ekki skertir eins mikið og lagt var til í tillögu nefndarinnar áður, en jafnframt þurfi að skoða líka lagaumhverfi bílaleigna. Að síðustu er breytingartillaga á þskj. 745 um að hækka sóknargjöld úr 810 kr. í 824 kr.