144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[11:36]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Við sitjum hjá við þennan breytingartölulið tillagnanna, einfaldlega vegna þess að hér er verið að lækka greiðsluþátttöku ríkisins í jöfnun á örorkubyrði, þó að vísu ekki með gildistöku fyrr en á miðju ári. Breytingartillögurnar að öðru leyti, þ.e. 2. og 3. töluliðir við 2. og 4. gr., eru til mikilla bóta af því að þar er horfið frá því að lögfesta inn í framtíðina hvernig greiðsluþátttaka ríkisins hverfi með öllu á fimm árum. Við fögnum því að sjálfsögðu en sjáum ekki ástæðu til að styðja sérstaklega krukk hæstv. ríkisstjórnar í þessar greiðslur sem eðlilegast hefði verið að láta í friði eins og þær standa og fara í viðræður fyrst um framtíðarfyrirkomulagið áður en menn byrjuðu einhliða að skerða þetta.