144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[11:44]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa tillögu því að með henni er verið að koma í veg fyrir að öryrkjar verði fyrir skerðingu upp á 500 milljónir. Ef ekkert hefði verið að gert hefði þessi fræga víxlverkun milli lífeyrisgreiðslna og örorkugreiðslna farið í gang aftur. Ég fagna þeirri samstöðu að meiri hluti þingheims skuli vera með því að við komum í veg fyrir þessa skerðingu hjá öryrkjum.