144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

veiting ríkisborgararéttar.

467. mál
[12:43]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Að þessu sinni bárust nefndinni 67 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþinginu sem er talsvert meira en verið hefur að undanförnu. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt er það Alþingi sem getur veitt ríkisborgararétt með lögum. Að þessu sinni leggur meiri hluti nefndarinnar til að 34 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur og vonumst við til að þetta frumvarp okkar hljóti skjóta og góða afgreiðslu í þinginu.