144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:51]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Að mörgu leyti hef ég skilning á því að það sé betra fyrir félagið ef brautirnar yrðu eignfærðar. Það kemur líka gjaldtökunni við og staða félagsins er betri og lántaka auðveldari. Að vísu er Isavia með ágætiskjör á lánum sínum, svona svipað og íslenska ríkið, en stjórnendur fullyrða að ef brautirnar eru eignfærðar muni eigið fé aukast um 7% og það mundi gefa þeim betri stöðu. Að því leyti hef ég því skilning á málinu og einnig vegna gjaldtöku félagsins.

Það sem ég hef áhyggjur af er einmitt það sem hv. þingmaður nefndi, þessi áform a.m.k. annars stjórnarflokksins í því að selja opinber hlutafélög, og hvar verðum við Íslendingar stödd á þessari eyju (Forseti hringir.) ef við erum búin að selja undan okkur flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli?