144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:13]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágætisræðu. Ég hjó eftir einu í ræðunni sem mig langar að spyrja hana nánar út í en það varðar norðurslóðarannsóknir og framlag til Háskólans á Akureyri.

Nú er ég ein af þeim sem hafa beitt sér fyrir því að við tökum virkari þátt í slíkum verkefnum enda er norðurslóðasamstarf eitt af mikilvægari skrefum sem við þurfum að stíga á næstu árum, og við þurfum að stíga fast til jarðar. Ætlar hv. þingmaður að beita sér gegn því að auknir fjármunir fari í slík málefni?