144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:54]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil hv. þingmann svo að hann sé þokkalega ánægður með þessa menntastefnu.

Þá vil ég spyrja hv. þingmann út í það sem kom fram á fundi fjárlaganefndar þegar fulltrúar ASÍ og SA mættu á fundinn. Þeir voru einhuga um það að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að ráðast inn í þríhliða samkomulag og rjúfa það. Sérstaklega var auðvitað talað um styttingu á bótatímabili langtímaatvinnulausra sem standa hvað veikastir fyrir og eru hvaða líklegastir til þess að skorta efnisleg gæði, en það á að skerða kjör þeirra um áramótin bara rétt sisvona. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji þessum milljarði sem á að spara vel varið með því að ganga svona á kjör þeirra sem minnst hafa, hvort honum finnist það góð hugmynd á sama tíma og verið er að létta (Forseti hringir.) álögum af forríku fólki.