144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyrði að EasyJet hefði haft í huga að fljúga til Egilsstaða í einhverju magni, ég hef nú ekki heyrt meira koma út úr því.

Ég er alveg sannfærð um að ef mikil eftirspurn væri eftir því að fljúga inn á Egilsstaði og Akureyri þá væri búið að laga þessa flugvelli. Það hefur bara því miður ekki verið mikil eftirspurn eftir því.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Heldur hann að við hér á Alþingi séum færari um að ákveða hvort fyrirtæki eins og Isavia hafi efni á að greiða út arð en þeir sem stjórna fyrirtækinu? Og heldur hann virkilega að við séum þess umkomin að segja rektornum á Háskólanum á Akureyri hvernig best sé að stjórna þeim skóla?