144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur enginn úr meiri hlutanum talað fyrir því eða fullyrt að hann sé betur til þess fallinn að sjá um daglegan rekstur Háskólans á Akureyri eða nokkurrar annarrar stofnunar. Það er enginn að tala um tala um það og mér þykir mjög leitt ef stjórnarandstaðan er að snúa þessu upp í það.

Við höfum hins vegar, alveg eins og fyrri ríkisstjórn, pólitískar skoðanir á því á hvað við viljum leggja áherslu. Eins og ég benti ítrekað á hér áðan þá hefur ríkisstjórnin það á stefnuskrá sinni að gera vel þegar kemur að norðurslóðum og málefnum heimskautasvæðisins og þetta er einn liður í því. Ég man ekki betur en að fyrrverandi utanríkisráðherra hafi einmitt sett fjármagn í ráðstefnu í framhaldi af þingsályktunartillögu sem ég fékk samþykkta og hann er nú samflokksmaður.

Varðandi eftirspurnina — það er mikil eftirspurn eftir því að koma norður á (Forseti hringir.) land og lenda. En á meðan aðstaðan er ekki fyrir hendi (Forseti hringir.) verður samkeppnisstaða þessara flugvalla miklu verri. (Forseti hringir.) Ég vona svo sannarlega að Samfylkingin og þingmaðurinn geri sér grein fyrir því.