144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:45]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Áður en ég flyt ræðu mína, sem ég hef takmarkaðan tíma til, 15 mínútur, óska ég eftir því að formaður fjárlaganefndar og hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra komi til umræðunnar. Ég hef áhuga á að eiga orðastað við þau um efnisatriði sem ég ætla að taka fyrir í ræðu minni. Af því að réttur minn er takmarkaður við að flytja tvær ræður, aðra upp á 15 mínútur og hina 5, tími ég illa að eyða dýrmætum tíma fyrr en þau eru komin til umræðunnar.