144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:47]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ætla að taka undir þetta og það ætti að vera hægt um vik að verða við þessari ósk. Ég geri ráð fyrir því að bæði formaður fjárlaganefndar og hæstv. menntamálaráðherra séu hér í húsi, þau voru það a.m.k. fyrir augnabliki. Þarna kemur formaður fjárlaganefndar í hús (VigH: Saknaðir þú mín?) Ég gerði það, það er alltaf gott að hafa lykilfólk við umræðuna. Þá vantar okkur aðeins hæstv. menntamálaráðherra. Það eru auðvitað spurningar hér undir sem við viljum garnan fá svör við hjá þeim sem halda um taumana í því máli sem við höfum verið að ræða í dag, hvort sem þær varða Háskólann á Akureyri, Ríkisútvarpið eða annað. Það er vont að fara inn í þinglok með málin opin og vita ekki í raun almennilega hvernig á að standa að í framhaldinu á þeim málum sem hafa verið rædd ítarlega.