144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:34]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég hef enga trú á að þessi tillaga nái fram að ganga. En í þessari tillögu kemur fram hvað forsvarsmenn allra heilbrigðisstofnana landsins, níu að tölu, telja nauðsynlegt að gera til að veita lögbundna þjónustu.

Nú geta þingmenn, eftir þessa atkvæðagreiðslu og eftir daginn í dag, farið heim í sitt kjördæmi og reynt að útskýra það að heilbrigðisþjónustu þar fari hrakandi. Á landsbyggðinni vantar 2 milljarða, í höfuðborginni 1 milljarð. Það eru settir 6 milljarðar í heildina í heilbrigðiskerfið. Við erum með fjárlög í plús upp á 3,6 milljarða. Við gætum alveg sett rúma 3 milljarða, sem hér eru í afgang, í heilbrigðiskerfið en ég veit að það verður ekki gert vegna þess að sú er ekki forgangsröðunin.