144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:41]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því sérstaklega að hér sé heimilt að ganga til samninga um flutning á rúmlega 200 þús. rúmmetrum af efni úr Vaðlaheiðargöngum í væntanlegt flughlaðssvæði við Akureyrarflugvöll. Einnig hefur skýringum við grein í fjárlögunum verið breytt í þá veru að 50 millj. kr. fara í að flytja efnið. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir Norðlendinga alla. Þetta snýr að því að styrkja flugvöllinn á Akureyri og ég fagna því sérstaklega að við sjáum þess stað í fjárlagafrumvarpinu. Ég vil þakka meiri hluta fjárlaganefndar og reyndar nefndinni allri að þetta sé orðið að veruleika.