144. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2014.

tilkynning um skrifleg svör.

[21:52]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 516, um innleiðingu rafrænna skilríkja, frá Svandísi Svavarsdóttur.

Einnig hefur borist bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 446, um kostnað Landsvirkjunar og umfang vinnu í tengslum við mögulega lagningu sæstrengs, frá Ásmundi Friðrikssyni.