144. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2014.

endurupptaka vegna látinna dómþola í máli Hæstaréttar nr. 214/1978.

368. mál
[22:25]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég er með þessu máli en ég er á móti því hvernig það kemur inn í þingið hér á síðustu metrunum bakdyramegin. Mér finnst ekki góður bragur á því og ég hef séð þetta gerast áður. Á síðasta þingi þar sem annar hv. þingmaður — nú vill svo til að þeir eru báðir karlmenn á besta aldri — gat fært hér inn í þingið, eftir öðrum leiðum en aðrir þingmenn geta, mál sem vissulega geta verið góðra gjalda verð en það er ekki í lagi hvernig að þessu er staðið og okkur ekki til sóma.