144. löggjafarþing — 53. fundur,  20. jan. 2015.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:41]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa þrjú bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 670, um pyndingar, frá Birgittu Jónsdóttur, fyrirspurn á þskj. 674, um fulltrúa í starfshópum og nefndum á vegum ráðuneytisins og stofnana þess, frá Jóni Þór Ólafssyni og fyrirspurn á þskj. 796, um söfnunarkassa og happdrættisvélar, frá Ögmundi Jónassyni.

Borist hafa þrjú bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 446, um kostnað Landsvirkjunar og umfang vinnu í tengslum við mögulega lagningu sæstrengs, frá Ásmundi Friðrikssyni, fyrirspurn á þskj. 704, um hvalveiðar og verðmæti hvalkjöts og nýtingu, frá Katrínu Jakobsdóttur og fyrirspurn á þskj. 709, um markaðshlutdeild og samkeppni í dagvöruverslun, frá Steingrími J. Sigfússyni.

Borist hafa þrjú bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 652, um eignir og tekjur landsmanna, frá Árna Páli Árnasyni, fyrirspurn á þskj. 716, um eftirlit með framkvæmd laga um vexti og verðtryggingu, frá Jóni Þór Ólafssyni og fyrirspurn á þskj. 708, um lögfestingu reglna um þunna eiginfjármögnun, frá Steingrími J. Sigfússyni.

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 650, um tekjur og frítekjumark námsmanna, frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.