144. löggjafarþing — 53. fundur,  20. jan. 2015.

vernd tjáningarfrelsis.

[14:01]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál upp hér. Þó að ég sé ekki alltaf sammála pírötum í öllum málum hefur mér lengi þótt nokkuð til áherslu þeirra á tjáningarfrelsi koma og mikilvægis þess að verja það. Mér finnst sjálfsagt mál að fram fari endurskoðun á þeim lögum sem hv. þingmaður spyr um en þá er líka rétt að hafa í huga að á þeim tíma sem liðinn er frá því að þau lög voru sett hafa sambærileg ákvæði verið sett í ýmis önnur lög sem takmarka mjög til dæmis að hverju megi gera grín og hverju ekki. Mér þykir rétt að skoða það í samhengi við þetta.