144. löggjafarþing — 53. fundur,  20. jan. 2015.

háspennulögn yfir Sprengisand.

[14:16]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég taldi mig tala nokkuð skýrt bæði hér áðan sem og í Kastljóssþættinum, að ég væri sammála fyrirspyrjanda um að ég vildi ekki háspennulagnir á þessu svæði ofan jarðar þannig að ég geri ekki annað en að endurtaka þá afstöðu mína og skoðun.

Ég þakka fyrir hvatninguna og mun reyna að standa undir henni og berjast fyrir þeim skoðunum sem ég hef. Ég held að þannig eigi maður að starfa. Ef maður hefur sannfæringu berst maður fyrir henni.