144. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2015.

framhaldsskólar.

214. mál
[15:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég er mjög hlynnt því að mótuð sé stefna og búinn til vettvangur til að hafa rafræn námsgögn. Mér finnst þó mjög mikilvægt að benda á að það er ekkert þak, mér finnst það dálítið alvarlegt, og jafnframt er ekki nægilega skýrt hvernig höfundar fá greitt fyrir þá vinnu sem þeir leggja í að búa til námsgögn. Ég hefði viljað sjá skýrari og skarpari greinar þar að lútandi. En mér finnst þetta framför og ég fagna henni og mun með gleði greiða atkvæði með þessu. Þetta mun gera námið einfaldara og sennilega munu nemendur verða betri í bakinu ef þetta verður að veruleika.