144. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2015.

Menntamálastofnun.

456. mál
[16:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, svo þarna er komin stjórnsýslustofnun og yfir henni er einhver stjórn — ég sé að hæstv. ráðherra hristir hausinn — það er sem sagt ekki stjórn. Það verður sem sagt ráðinn forstjóri og hann ráðinn til fimm ára. Þá langar mig að spyrja: Má ráða hann oft? Má endurráða hann? Er búið að hugsa um hæfniskröfur þess forstjóra? Það er ekki stjórn þannig að stofnunin er þá út af fyrir sig ekki sjálfstæð, hún heyrir undir ráðuneytið. Mér finnst þetta ekki alveg nógu skýrt, ég er kannski ekki búin að lesa þetta alveg nógu vel, ég var að reyna það samt, en gott væri að fá smá útskýringu á þessu.