144. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2015.

örnefni.

403. mál
[19:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Lagahyggjan er náttúrlega orðin slík — hvað, má ráðherra aldrei skipa nefnd nema það séu lög fyrir þeirri nefnd? Ráðherra getur náttúrlega skipað nefnd, hann getur skipað starfshóp og beðið fólk um að vera sér til ráðuneytis til einhverra hluta án þess að lög séu um það endilega. Nú, ráðherrann leiðréttir mig þá ef svo er ekki. Ég trúi því bara ekki að ráðherra geti ekki kallað saman fólk, ætli að fá fimm manns til að ræða við sig um þetta og hitt, en hann megi það ekki af því að það standi ekki í lögum að hann megi gera það. Það hlýtur að vera, ég trúi ekki að lagahyggjan sé slík, virðulegi forseti, að ráðherrar hafi ekki heimild til þess. En ég verð leiðrétt þá.