144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[10:40]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað alvarlegt áhyggjuefni þegar fulltrúar stjórnarflokkanna telja að leikreglur séu sýndarveruleiki en ekki veruleiki. Hér var búið að ná góðri sátt, að vísu að undangengnum átökum en sátt þó, um það hvaða leikreglur skyldu gilda í þessu máli. Þó að hv. þm. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, hafi fækkað þeim virkjunarkostum sem hann telur rétt að breyta og færa í nýtingu úr átta í fjóra er það bitamunur en ekki fjár. Prinsippbrotið er eitt og hið sama, þ.e. að rjúfa þá sátt sem orðin var og geta ekki virt leikreglur. Það er alvarlegt áhyggjuefni fyrir alla sem geta kallað sig unnendur lýðræðis og starfa á vettvangi þingsins.

Að sjálfsögðu þarf að kalla forsætisnefnd saman til að fara yfir þetta verklag.