144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[11:09]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Það má bara ekki af ríkisstjórninni og stjórnarliðum líta, þá eru þau búin að klúðra og brölta og þverbrjóta allar reglur, núna þingsköpin til að geta virt rammalöggjöfina að vettugi.

Í gærkvöldi horfði ég á heimildarmynd, Draumalandið, sem fjallar um það hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þverbeygði reglur, fór fram hjá þeim, til að geta hleypt inn í landið alþjóðlegu stórfyrirtæki til að kaupa orku á útsölu, brunaútsölu vil ég leyfa mér að segja. Það var hálfsársaukafullt áhorf að sjá hvernig ráðamenn þjóðarinnar lögðust í duftið fyrir peninga- og spillingaröflum. Nú virðast menn tilbúnir til þess að endurtaka leikinn.

Herra forseti. Ég hvet forseta til að stuðla að reisn Alþingis og stöðva þetta.