144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[11:17]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Forseti hefur orðið við þeirri bón að hér verði haldinn þingflokksformannafundur í hádegishléi. Ég hvet forseta til að gera hlé á fundi nú. Það er ótækt að við eigum að halda hér áfram þingstörfum eins og ekkert sé. Hér koma stjórnarþingmenn og hreykja sér af því að meiri hlutinn sé einhuga í því að ganga á svig við lög um rammaáætlun og ganga á svig við lög um þingsköp.

Við í minni hlutanum getum ekki látið fara svona með okkur, herra forseti. Þetta er óboðlegt og við getum ekki haldið fram fundi á meðan menn standa hér og hreykja sér af því að geta virt reglur og lög að vettugi í krafti meiri hluta síns, meiri hluta sem er langt umfram kjörfylgi því að það var rétt rúmlega 50% á meðan þingstyrkurinn hér er 60%.

Herra forseti. Ég óska eftir (Forseti hringir.) að tekið verði mið af því hér.