144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

úrskurður forseta.

[14:33]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það liggur meira undir en fjórar náttúruperlur. Hér liggur líka undir virðing Alþingis fyrir sjálfu sér og lögum sem það hefur sett og fyrir vönduðum og faglegum vinnubrögðum. Réttur þingmanna til að flytja breytingartillögur er vissulega ríkur og þar með talið til að leggja til hvaða vitleysu sem er. Það eru þó á því ein takmörk, slíkar tillögur verða að vera þingtækar og ég tel að breytingartillaga við þingsályktunartillögu sem ætlar að ýta til hliðar skýrum ákvæðum laga sé ekki þingtæk. Þannig geti Alþingi ekki staðið að hvorki framkvæmd né setningu laga fyrir utan að það liggur í ferlinu að slíkur málatilbúnaður kolfellur á hinu faglega prófi. Það eru rök fyrir því að þeir kostir sem hér eru undir eiga að vera áfram í biðflokki og það hefur bæði verkefnisstjórn og ráðherra í reynd staðfest með því að leggja fram tillögu um aðeins einn af þessum kostum sem skuli færast (Forseti hringir.) úr bið í nýtingu. Það er því hvort tveggja hér undir, (Forseti hringir.) virðing okkar fyrir lögum og vönduðum vinnubrögðum, og forsetinn hefur líka (Forseti hringir.) sannarlega heimild í þingsköpum, t.d. …