144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

úrskurður forseta.

[14:45]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég verð að segja að mikið vorkenni ég hv. þm. Jóni Gunnarssyni. (JónG: Þú þarft ekki að gera það.) Það er hrikalegt að hafa ekki kjark til þess í atvinnuveganefnd að setja mál, sem er greinilega hv. þingmanni hjartans mál, á dagskrá áður en boðað er til fundarins. Í tvígang. Það skal enginn gera lítið úr rétti þingmanna til að flytja mál fyrir Alþingi, en af hverju gerir hv. þingmaður það ekki? Af hverju flytur hann ekki þingmál, frumvarp til laga um breytingar á lögum um rammaáætlun? (Gripið fram í.) Af hverju gerir hann það ekki með þremur umræðum, með eðlilegum þinglegum farvegi? Af hverju vill hann koma svona máli í gegn með tæknilegum útúrsnúningum, með því að boða til einnar umræðu þar sem menn hafa fimm mínútur til að ræða málið? Það er algjörlega fráleitt og það er auðvitað ekkert annað en pólitískur heigulsháttur að gera þetta með þessum hætti. (Gripið fram í.) Þvílík pólitísk gunga sem hv. þm. Jón Gunnarsson er, [Háreysti í þingsal.] sem þorir ekki einu sinni að skrifa tillögu sína niður (Gripið fram í.) á blað. (Forseti hringir.) Það hefur enginn séð tillögu hv. þingmanns. (Forseti hringir.) Hann hefur ekki þorað að skrifa hana niður á blað. Hvar er hana að finna? (Forseti hringir.) Hún er bara í hausnum á hv. þingmanni. Ég vorkenni hv. þingmanni að vera svona mikill pólitískur heigull (Forseti hringir.) að þora ekki að fara fram með eigið mál. [Kliður í þingsal.]