144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, til eins árs, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[15:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Já, forseta er fyrirgefið að ruglast, það er ekkert skrýtið miðað við það sem hér hefur gengið á.

Það er með þungum hug sem ég er hér út af því að ríkisstjórnin ákvað að svíkja samkomulag um að allir flokkar hefðu fulltrúa í stjórn RÚV. Mér finnst mjög bagalegt að sá fulltrúi sem Píratar hafa tilnefnt, rithöfundurinn Pétur Gunnarsson, fái ekki tækifæri til þess að sýna þá breidd sem þarf til í svo mikilvægri stofnun. Ég skora á einhvern þingmann í stjórninni að fylgja núna hjarta sínu og sannfæringu um að við búum hér í fulltrúalýðræði en ekki meirihlutaræði eins og því miður endurspeglaðist í leynilegri kosningu á síðasta ári.