144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, til eins árs, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[15:58]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum nú eina ferðina enn að greiða atkvæði um stjórn Ríkisútvarpsins. Þetta er ein saga af mörgum um átakasækni þessarar ríkisstjórnar og verður skrifuð á þann lista þegar reikningar verða gerðir upp hvað varðar ríkisstjórnina.

Það var þannig að hæstv. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Það var fullkominn friður …) mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, var þeirrar skoðunar og það kom fram í orðum hv. formanns allsherjar- og menntamálanefndar, Unnar Brár Konráðsdóttur, úr ræðustól Alþingis að það væri skilningur ráðherrans og það væri skilningur þeirra að hér ættu að vera fjórir fulltrúar frá stjórnarandstöðunni (Gripið fram í: Nei, nei.) til að tryggja þessa breidd og þessa eindrægni. Síðan gerðust kunnugleg tilþrif hjá hæstv. forsætisráðherra. Hann kannaðist ekki við málið. (Gripið fram í: Icesave?) Hér kom hver maðurinn á fætur, [Hlátur í þingsal.] formaður þingflokks Framsóknarflokksins kom hér og talaði um leiðan misskilning, formaður allsherjar- og menntamálanefndar kom hér og dró fyrri orð sín til baka o.s.frv. Enn eina ferðina erum við að stimpla inn þennan valdhroka, virðulegi forseti, sem í fyrsta sinn sem var kosið (Forseti hringir.) í stjórn Ríkisútvarpsins einn alþingismaður í stjórnarliðinu hafði kjark til að andæfa (Forseti hringir.) í leynilegri kosningu. Ég skora á þann hinn sama sem sneri við blaðinu (Forseti hringir.) á milli kosninga (Forseti hringir.) að gera það aftur.