144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, til eins árs, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:03]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þessi umræða snýst ekkert um það að stjórnarflokkarnir séu að sýna valdhroka eða rjúfa samkomulag. Ef það er ekki samkomulag til staðar þá er ekki samkomulag. (Gripið fram í.) Þannig er það. Það er greinilega ekki samkomulag um það hvernig eigi að kjósa í þessa stjórn. Þá þarf ekkert að ræða það frekar. Þá taka við reglurnar. [Kliður í þingsal.] Reglurnar eru þær að stjórnarflokkarnir sem á síðasta kjörtímabili voru með 25 þingmenn og höfðu völd í samræmi við það fengu 38 þingmenn í kosningunum. Það leiðir af sér að í níu manna nefndum getur stjórnarmeirihlutinn fengið sex þingmenn samkvæmt reglunum. Það er niðurstaðan ef maður fylgir reglunum. Hér er það kallað valdhroki.

Staðreyndin er sú að stjórnarmeirihlutinn hefur eftirlátið minni hlutanum í þinginu formennsku í ýmsum nefndum og varaformennsku [Frammíköll í þingsal.] í ýmsum nefndum … (Gripið fram í: Gilda engar reglur hjá Sjálfstæðismönnum?)(Forseti hringir.) Fyrirgefðu, forseti, ég kannast ekki við að það hafi verið þannig. (Forseti hringir.) [Frammíköll í þingsal.] (Forseti hringir.) Það er bara þannig, hv. formaður …

(Forseti (EKG): Hljóð í þingsalnum.)

[Frammíköll í þingsal.] (Forseti hringir.) Hv. formaður Samfylkingarinnar …

(Forseti (EKG): Við skulum hafa hljóð í þingsalnum og hv. þingmenn hafa síðan málfrelsi.)

Öll þessi umræða er fyrir hv. formann Samfylkingarinnar afleiðingin af afhroðinu sem hann galt í síðustu kosningum. [Frammíköll í þingsal.]