144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, til eins árs, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.

[16:07]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég held við kunnum öll þær sögur sem voru í þinginu á þessum tíma. Ég var í salnum og hlustaði á formann allsherjar- og menntamálanefndar lýsa þessu yfir. Ég heyrði formenn þingflokka stjórnarflokkanna biðjast afsökunar á því að geta ekki staðið við samkomulagið úr þessum ræðustóli sem þeir höfðu gert þegar ofríki, sérstaklega forsætisráðherra, hafði gert þessa ágætu hv. þingmenn alla ómerka orða sinna, til þess að stjórnarmeirihlutinn geti fengið tvo þriðju hluta stjórnarmanna í RÚV. Til hvers var verið að fjölga í stjórninni? Var það til þess að stjórnarmeirihlutinn fengi tvo viðbótarmenn á launum í stjórninni? Það sjá allir að þetta er svo fráleitur málflutningur að hann gengur engan veginn upp.

Það er langheiðarlegast fyrir stjórnarflokkana að viðurkenna að þeir réðu ekki við það pólitískt að hafa þetta öðruvísi og þeir völdu að svíkja samkomulagið og gera sína eigin talsmenn og forustumenn í þinginu ómerka orða sinna frekar en að útkljá sín í milli hvernig þeir færu með málið. Af hverju? Vegna þess að hér birtist þingi og þjóð í sinni nöktustu mynd gömlu spilltu (Forseti hringir.) helmingaskiptaflokkarnir. Það verða að vera (Forseti hringir.) helmingaskipti.