144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

álit umboðsmanns Alþingis um rannsókn lekamálsins.

[15:20]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er ekki rétt skilið að viðbrögð forsætisráðuneytisins einskorðist við breytingar á lögum um Stjórnarráðið. Tillaga eða frumvarp að breytingum á lögum um Stjórnarráðið var komið fram áður en álit umboðsmanns birtist þó að það nýtist í framhaldi þeirrar vinnu.

Eins og ég gat um áðan verða allir þættir þessa álits skoðaðir og það metið hvort eitthvað megi af því læra um hvernig starfi ráðuneytisins, forsætisráðuneytisins eins og annarra ráðuneyta, verði best háttað.