144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

ríkisframlag til Helguvíkurhafnar.

440. mál
[16:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hv. þm. Oddný Harðardóttir ræðir hér veigamikinn þátt í efnahags- og atvinnumálum Suðurnesja. Ég vil því nota tækifærið og spyrja hæstv. ráðherra hvort hún muni vinna að framgangi þingsályktunartillögu Oddnýjar Harðardóttur og fleiri hv. þingmanna sem dreift hefur verið hér og felst í því að ríkisstjórninni verði falið að leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um eflingu atvinnulífs og samfélags Suðurnesja þar sem útlistuð verði skipulega framtíðaráform um uppbyggingu, svo sem fjárfestingar í mannauði og nauðsynlegum innviðum efnahagslífsins og hvernig best megi styrkja þætti eins og hag barna, menntun, menningu, nýsköpun, atvinnulíf og samfélagslega innviði til að stuðla að betra samfélagi fyrir íbúa svæðisins. Það er mikilvægt fyrir þetta svæði, sérstaklega Reykjanesbæ sem á í mjög alvarlegum efnahagserfiðleikum, að tekið verði tekið heildstætt á málefnum svæðisins. Ég spyr hvort ráðherra muni ekki vinna að framgöngu þessarar tillögu.