144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

ríkisframlag til Helguvíkurhafnar.

440. mál
[16:40]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur, fyrir þessa fyrirspurn og ekki síður ráðherra fyrir svör hennar. Ég vil ítreka það að ég þakka fyrri ríkisstjórn það framtak að taka þátt í uppbyggingu innviða við Bakka á Húsavík og við Húsavíkurhöfn. Það er bara gott mál þegar ríkisstjórnir taka þátt í að byggja upp samfélög og atvinnustarfsemi.

Ég trúi ekki öðru, og það var nú ástæðan fyrir því að ég felldi þessa tillögu hennar Oddnýjar fyrir jólin að ég treysti orðum innanríkisráðherra og mínu fólki í ríkisstjórn um að fram kæmi frumvarp þar sem yrði tekið á þessu máli fyrir Helguvíkursvæðið og ekkert gert upp á milli landsvæða, hvort sem það er (Forseti hringir.) Húsavík eða Keflavík. Hvort sem það er í formi þingsályktunartillögu eða frumvarps frá hverjum sem er, (Forseti hringir.) ég bara fagna því og trúi því að það komi.

(Forseti (KLM): Forseti vill minna hv. þingmenn á að ávarpa aðra þingmenn með fullu nafni.)