144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

reglugerð um vopnabúnað lögreglu.

448. mál
[16:57]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég fagna því sem kom fram hjá hæstv. ráðherra, það virðist hafa verið eitt af hennar fyrstu verkum að athuga hvort það bæri að endurskoða hvernig farið er með þessar reglur. Ég fagna því líka, sem mér heyrist, að helstu embættin sem þetta mundi hafa áhrif á séu líka jákvæð gagnvart því. Það er skiljanlegt að það geti þurft að breyta reglunum eitthvað í ljósi þess hvað það er langt síðan þær voru settar. Mig langar þá að spyrja ráðherrann hvort hún — já, hún er náttúrlega að hugsa sig um en þá hvet ég ráðherrann til að flýta vinnu við að gera þær þannig úr garði í ráðuneytinu að þær verði birtingarhæfar ef hún kemst að því að þær séu það ekki.