144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

um fundarstjórn.

[14:47]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Hæstv. forseti. Ég er komin hingað upp til að leiðrétta þau orð sem féllu hjá mér í fyrirspurnatíma í gær í svari til hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur þar sem ég sagði að lagasetning vegna hafnar á Bakka væri til athugunar hjá ESA. Það er ekki rétt, það sló saman hjá mér. Það sem er til athugunar hjá ESA er raforkusamningur vegna Bakka en ekki vegna hafnarinnar á Bakka. Það var allt samþykkt af hálfu ESA í mars á síðastliðnu ári. Mér þykir mikilvægt, í ljósi mikilvægis þessarar umræðu, að fara rétt með og vil því leiðrétta það.