144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:19]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að viðurkenna að ég hef líklega fallið í sömu gryfju og hv. þingmaður. Ég hjó ekkert sérstaklega eftir því að það er talað um stjórnvald, „milli stjórnvalda“. Ég hef ekki velt því fyrir mér hvaða þýðingu það hefur. Ég hef bara skoðað þetta sem ákvæði til að innleiða þá hugsun að Stjórnarráð Íslands sé einn vinnustaður og menn geti farið milli starfa þar. Mér finnst það vera svolítið mikilvægt að sá sveigjanleiki sé fyrir hendi, en ég hef ekki velt þessu fyrir mér, satt að segja. Það kemur örugglega til kasta nefndarinnar að velta því fyrir sér hvaða þýðingu það hefur að þarna stendur stjórnvöld.