144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[19:03]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort heppilegra sé að Fiskistofa sé á Akureyri eða í Hafnarfirði, en ég tók eftir því að hæstv. forsætisráðherra hváði þegar sagt var að hér væri ræddur flutningur Fiskistofu, frumvarpið er ekki um flutning Fiskistofu að hans sögn. Stundum verð ég ringlaður af því að hlusta á hæstv. ráðherra. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki fróðari en þetta.

Ég vil spyrja hæstv. forsætisráðherra: Stendur ekki til að flytja Fiskistofu með þeirri heimild — og ég ítreka — með þeirri heimild sem er að finna í þessu frumvarpi?