144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[19:04]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ástæðan fyrir því að ég hafði orð á því að þetta mál snerist ekki um flutning Fiskistofu heldur breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands var sú umræða sem fram fór hér í dag og fyrir helgi og snerist fyrst og fremst um flutning Fiskistofu. Það ákvæði laganna sem hv. þingmaður vísar í er ákvæði sem var til staðar í lögunum fram til 2011 þegar það féll út án þess að það virtist vera sérstakt markmið við breytingu á lögunum, enda hafði það verið sett inn í ákveðnum tilgangi, til þess að það léki enginn vafi á því að ráðherra gæti skipulagt ráðuneyti sitt og undirstofnanir þess. Það kann vel að vera að þetta ákvæði geti átt við þegar kemur að flutningi Fiskistofu, en þetta getur líka átt við um fjölmörg önnur mál og fjölmörg önnur ákvæði í þeim (Forseti hringir.) beitingum sem hér eru til umræðu eða áttu að vera til umræðu hafa ekkert með flutning Fiskistofu að gera.