144. löggjafarþing — 58. fundur,  28. jan. 2015.

félagsþjónusta sveitarfélaga.

416. mál
[18:54]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var að velta sveitarfélögunum fyrir mér áðan, kostnaði sveitarfélaga og allt það. Ég spyr: Á að greiða það af þessum bótum? Er þetta enn ein mótvægisaðgerðin hjá ríkisstjórninni af því að með styttingu atvinnuleysisbótatímabilsins færist aukinn kostnaður yfir á sveitarfélögin? Sveitarfélögin mótmæltu því harðlega eins og við þekkjum.

Hér eiga sveitarfélögin að spara fjárhæðir en á sama tíma er gert ráð fyrir því að til þurfi í kringum 25 til 30 aðila, ráðgjafa, innan félagsþjónustunnar á landsvísu til þess að þetta nái fram að ganga, þ.e. þessi virkniaðstoð. Ég mundi vilja ráða þetta fólk en ekki að það þyrfti nánast að greiðast með því sem af þessum bótaþegum er tekið, því að það er í raun (Forseti hringir.) aukinn kostnaður versus það að kostnaður til fólksins á allra lægstu laununum er lækkaður.