144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

rekstur sjúkrahótels.

[10:51]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Hæstv. heilbrigðisráðherra á að þekkja þessar sviðsmyndir og það sem meira er, hann á auðvitað að láta gera þær. Það vekur hjá mér mikla furðu að ráðherrann hafi ekki látið kanna hug stjórnenda hjá LSH um að reka þessa þjónustu. Það sem ráðherra segir um rekstrarfyrirkomulagið, að ekki sé búið að hnýta alla hnúta þar, auðvitað ekki, þá liggur fyrir að Sinnum mun reka hótelþáttinn í þessu sjúkrahóteli, það er búið að semja við fyrirtækið. Það er gott og blessað ef það kemur betur út en eitthvað annað, það er allt í lagi, en þá verðum við að vita það, það verður að liggja fyrir. Það er óábyrgt að hafa ekki gert það. Ég kalla eftir betri vinnubrögðum hvað þetta varðar.