144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

bygging sjúkrahótels.

[10:59]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki þá þarfagreiningu sem hér er um rætt á takteinum. Hins vegar er gert ráð fyrir 77 herbergjum í byggingu sjúkrahótelsins. Nálgast má spurninguna um þörfina fyrir bygginguna frá ýmsum sjónarhornum. Metin hagræðing hjá hagdeild Landspítalans af endurbyggingu sjúkrahússins og sameiningu starfseminnar á einn stað er metin á 2.835 millj. kr. Af þeirri hagræðingu er gert ráð fyrir því að 1 milljarður, 1.000 milljónir, stafi af sjúkrahótelinu og dag- og göngudeildum. Þörfina fyrir þessa hagræðingu upp á milljarð fyrir starfsemi Landspítalans tel ég óumdeilda. Við höfum not fyrir þessa fjármuni til lækninga. Ef þetta gengur eftir þá fullyrði ég að það er réttlætanlegt að leggja í verkefni (Forseti hringir.) sem hefur það meðal annars í för með sér að við getum hagrætt með þessum hætti (Forseti hringir.) starfsemi sem þjóðarsátt er um.