144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

auðlindir sjávar og auðlindasjóður.

[11:05]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka svar hæstv. ráðherra. Ég verð að segja að ég fagna í sjálfu sér þeim tóni sem ráðherrann hefur slegið, að það þurfi að koma til varnar náttúrunni og auðlindunum til lands og sjávar því að það er tónn sem ekki hefur verið sleginn í þeim málaflokki það sem af er kjörtímabilinu. Ég óttast að hann verði kannski kæfður fljótlega þegar umræðan fer að snúast meira um orkuauðlindirnar.

Ég tek undir að það eru gríðarlega mikið í húfi varðandi nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar, t.d. í tengslum við norðurslóðaumræðuna. Þar geta hagsmunir um auðlindanýtingu stangast á, t.d. varðandi hugmyndir um olíuleit og olíunýtingu. Við eigum gríðarlega mikla hagsmuni undir því hér á norðurslóðum að fiskveiðistofnar okkar spillist ekki vegna mengunar af annarri nýtingu.

Varðandi auðlindasjóðinn, ef ég má bara aðeins hnykkja betur á þeirri spurningu, (Forseti hringir.) þá höfum við hingað til litið á auðlindir okkar sem tekjuuppsprettu fyrir samfélagið. Það var þáttur sem mér fannst ráðherrann ekki koma nægilega vel inn á og inni hana frekar eftir því.