144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[11:53]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vísa í fyrri ummæli mín varðandi þetta þar sem tíminn er stuttur hér.

Gjöldin sem lögð eru á innanlandsflugið núna, og enginn væri hlynntari að lækka eða fella niður en sú sem hér stendur, það er kolefnisgjald, það er vopnaleitargjald, það er bensíngjald, það er flugvallaruppbygging og hvaðeina sem nöfnum tjáir að nefna, þeim er varið í ákveðna hluti. Þá væri það þannig að við værum að taka ákvörðun um að taka fjármuni í þá hluti annars staðar frá. Það er ákvörðun, sannarlega, en það er ekki bara það að þetta fari á innanlandsflugið, það yrði til þess að hækka hlut Íslendinganna svo um munar vegna þess að yfir 80% af farþegum í innanlandsflugi eru Íslendingar, en það eru líka Íslendingar sem fljúga með millilandaflugi, og þar með erum við með þessum hætti að hugsa: Eru menn (Forseti hringir.) á móti því að borga yfirleitt, eða vilja menn bara ekki (Forseti hringir.) vita hvað þeir eru að borga fyrir? Þá segi ég: (Forseti hringir.) Ég vil miklu frekar vita hvað ég (Forseti hringir.) borga fyrir og (Forseti hringir.) borga lægri upphæðir.