144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Ég þakka kærlega svarið. Það var líka annað sem ég hjó eftir í mjög góðri ræðu þingmannsins, umræðan um þessa sameiginlegu framtíðarsýn því að það er svo sjaldan rætt um hana, en er mjög þakklát fyrir að einhver ræði hana út af því að það er ekki bara að það skorti í þessum geira heldur almennt; hvert erum við að fara sem þjóð? Eitt af því sem finnst hafa verið annmarkar á í stjórnmálum er að alla sameiginlega sýn vantar því að fólk er alltaf að hugsa um næstu fjögur ár. Ég vil því þakka þingmanninum fyrir að finnast þetta mikilvægt. Ég vonast svo sannarlega eftir því á meðan þetta er í meðförum í þinginu að rætt verði um það og að þingmenn fari meira í að hugsa til langs tíma í staðinn fyrir að taka svona pizzustaðapólisíu eða vídeóleigupólisíu eins og virðist vera viðbragðapólitík (Forseti hringir.) eða viðbragðalög í staðinn fyrir að hugsa langt til framtíðar. (Forseti hringir.)