144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:10]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Gott og vel. Þingmaðurinn telur gistináttagjaldið betri aðferð til þess að innheimta gjald sem renna ætti til uppbyggingu ferðamannastaða. Telur þingmaðurinn það fyllilega sanngjarnt þegar horft er til þess með hvaða hætti ferðamenn hér á landi skiptast? Nú er það ljóst að erlendir ferðamenn koma hér í stríðum straumum en gista ekki endilega á hótelum, þeir gista t.d. á tjaldsvæðum, það er ýmis háttur á gistingunni. Eins og þingmaðurinn kom inn á komu hingað milljón erlendir ferðamenn. Er það réttur skilningur hjá mér að hv. þingmaður telji að íslenskir skattgreiðendur eigi að meginhluta að bera uppbyggingu og verndun þessara svæða með þessum hætti? Vegna þess að sú er auðvitað niðurstaðan ef gistináttagjaldið eitt á að bera þennan (Forseti hringir.) kostnað.